23.10.2009 | 18:11
Að kunna á tölur
![]() |
Krefst 1.784.000.000.000.000.000.000.000 dala |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:44 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
23.10.2009 | 06:59
Að græða
Það hefur oft dugað í glæpamálum að fylgja svokallaðri peninga slóð og sjá hvert hún leiðir, því að það er alltaf einhver Jóakim Aðalönd á endanum sem situr á helv... peninga haugnum ;-)
Í okkar málum hér hefur verið mikið hrun eins og allir vita og þá væri ekki úr vegi að skoða hverjir eru að græða mest í dag á ástandinu ! og hver hagnast raunverulega mest á að halda stýrivöxtum háum og genginu lágu?
Ég er að velta fyrir mér einu, er ekki rétt að því lægri sem krónu greyið er því hærri eru skuldir okkar við útlönd skráðar? Ef svo er þá hafa ýmsir hag að því að gengið sé veikt svo hægt sé að pína ýmsar kröfur í gegn svo sem hærri skatta,laun hækki ekki, og ýmsar aðrar hækkanir sem eru réttlættar með því að við skuldum svo mikið.?
Er ekki rétt að banka kerfið sé að springa af peningum? það er bara lagt inn en lítið lánað út, bankarnir eru að borga háa vexti til þeirra sem leggja inni en kerfið lánar lítið út.
það verður að lækka stýrivexti svo peningar fari aftur að streyma úr bankakerfinu, ríkisbankarnir hafa einfaldlega ekki peninga til að greiða þessa vexti þeir verða að fara að lána fólki og fyrirtækjum annars verður bankakerfið (Ríkið, ergo við!!!) blóðmjólkað í gegnum vexti.
Það þýðir ekki að reyna að stöðva innflutning með háum stýrivöxtum eða að reyna að stjórna neysluminnstri þjóðar með svona aðferðum .
Þessi þjóð hefur alltaf verið dugleg að koma sér áfram og þurft að hafa töluvert fyrir hlutunum en ef þjóðin á bara að fara að vinna fyrir skuldum sem einhverjir fáir einstaklingar hafa stofnað til (og eru reyndar flestir flúnir úr landi) og henni er síðan gert mjög erfitt um vik að eiga mannsæmandi líf í þessu landi þá getur farið illa og þá græðir enginn á allri vitleysunni.
Jóhannes F
![]() |
Vill varkárni í vaxtalækkun |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)