Að græða

Það hefur oft dugað í glæpamálum að fylgja svokallaðri peninga slóð og sjá hvert hún leiðir, því að það er alltaf einhver Jóakim Aðalönd á endanum sem situr á helv... peninga haugnum ;-)

Í okkar málum hér hefur verið mikið hrun eins og allir vita og þá væri ekki úr vegi að skoða hverjir eru að græða mest í dag á ástandinu ! og hver hagnast raunverulega mest á að halda stýrivöxtum háum og genginu lágu?

Ég er að velta fyrir mér einu, er ekki rétt að því lægri sem krónu greyið er því hærri eru  skuldir okkar við útlönd skráðar? Ef svo er þá hafa ýmsir hag að því að gengið sé veikt svo hægt sé að pína ýmsar kröfur í gegn svo sem hærri skatta,laun hækki ekki, og ýmsar aðrar hækkanir sem eru réttlættar með því að við skuldum svo mikið.?

 Er ekki rétt að banka kerfið sé að springa af peningum? það er bara lagt inn en lítið lánað út, bankarnir eru að borga háa vexti til þeirra sem leggja inni en kerfið lánar  lítið út.

það verður að lækka stýrivexti  svo peningar fari aftur að streyma úr bankakerfinu, ríkisbankarnir hafa einfaldlega ekki peninga til að greiða þessa vexti þeir verða að fara að lána fólki og fyrirtækjum annars verður bankakerfið (Ríkið, ergo við!!!) blóðmjólkað í gegnum vexti.

Það þýðir ekki að  reyna að stöðva innflutning með háum stýrivöxtum eða að reyna að stjórna neysluminnstri þjóðar með svona aðferðum .

Þessi þjóð hefur alltaf verið dugleg að koma sér áfram og þurft að hafa töluvert fyrir hlutunum en ef þjóðin á bara að fara að vinna fyrir skuldum sem einhverjir fáir einstaklingar hafa stofnað til (og eru reyndar flestir flúnir úr landi) og henni er síðan gert mjög erfitt um vik að eiga mannsæmandi líf í þessu landi þá getur farið illa og þá græðir enginn á allri vitleysunni.

Jóhannes F

 


mbl.is Vill varkárni í vaxtalækkun
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Við erum í stríði, þrjótarnir kalla í gjallhorn "við erum hér til að hjálpa" um leið og þeir brenna inniviði okkar og færa okkur niður í fátækt og örbrigð.

Eina leiðin er að við stöndum upp og berjumst, fyrsta skref, debt moratorium (greiðslustöðvun) á upplognum skuldum og uppgreiðsla IMF láns þannig að þeir geti ekki starfað sem landstjórar Íslands

sjá textaðann hluta af fyrirlestri Tarpley's - efnahagstillögur fyrir Ísland

http://www.youtube.com/watch?v=OX1LwFqMguk

Gullvagninn (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 09:23

2 identicon

Heyr, heyr ... adrir en tessir "fair einstaklingar" eru lika farnir ad flyja land ... t.e. tad folk sem vill ekki sitja og borga skuldir annarra, sem er skiljanlegt, ekki vil eg sjalf flytja heim og taka tatt i ad taka til eftir ovitana

Eva (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 09:24

3 identicon

Já Við erum í stríði

Hryðjuverkabankinn AGS leiðir það það á að þurrka út allar eignir almúgans inn í bankana aður en þeir eru afhentir erlendum kröfuhöfum

Því miður eru Hershöfðingjar okkar 'islendinga ekki enn búnir að fatta að við almúginn eigum í stríði við Verðtryggingu stýrivexti og verðbólgu

Andskotans

Æsir (IP-tala skráð) 23.10.2009 kl. 11:27

4 Smámynd: Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir

já og næst er lífeyrir lansmanna..fjármálaráðherra vill að þjóðin borgi þetta rán á sparnaði breta og hollendinga með sínum sparnaði..

Ingibjörg Guðrún Magnúsdóttir, 23.10.2009 kl. 11:49

5 Smámynd: Jóhannes Frank Jóhannesson

Alþjóða Gróða Sjóðurinn  er sá sem græðir á þessu lága gengi = háar erlendar skuldir  = við þurfum meira lán sem þýðir að þeir geta talað um  að við séum svo og svo mikið hjálpar þurfi  og skuldum meira en skriljón milljónir og miklu meira en allir aðrir. Háir vextir hmmm ef einhver á mikið af peningum þá er gríðar mikill gróði að leggja inn í íslenskan banka ekki satt! og við borgum í raun brúsann mig grunar að það séu mjög margir erlendir aðilar sem eiga stóran hlut í þessum 2000 milljörðum  sem sagt er að séu í íslenska bankakerfinu allavega ef þetta eru bara íslendingar, ja þá þurfum við varla að kvarta eða hvað?

Ég fékk smá hroll þegar ég heyrði Fjármálaráðherrann okkar segja í kvöldfréttum að við værum alveg örugg með Landsvirkjun engin fengi að kaupa hana og hún væri ekki til sölu !!!!  þetta sögðu menn líka með bankana og hvað skildi hafa komið fyrir þá getur einhver sagt mér það ....... einhver ... pleaseeeee ;-)

Það er smá dæmi : ef við erum með smá hagvöxt og það er góður viðskiptajöfnuður við útlönd miðað við gengi X síðan styrkist gengið og þá minkar útflutningsverðmæti þess er við flytjum út og hvað þá. Ég er ekki viss en ég held að í raun og veru séum við ekki endileg að flytja meira út en áður, gengið er bara svona lágt þess vegna er verðmæti útflutnings svona gott og líka ástæðan fyrir því að okkar skuldir eru svona hátt skrifaðar.

Ég held að það eina sem kemur okkur út úr þessu sé mun meiri og fjölbreyttari útflutningur og þess vegna getur verið varhugavert að hindra vöxt á uppbyggilegum atvinnuvegum hvar á landinu sem þeir eru, en það vill stundum loða við íslendinga ákveðin hreppapólitík að þessi og hinn megi ekki græða eða gera neytt því þá er hætta á að ég fá ekki neitt ;-) hehehe.

johannes


Jóhannes Frank Jóhannesson, 23.10.2009 kl. 20:16

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband