20.2.2011 | 19:02
Ákvörðun forseta
Það eru nokkrir "þjóðþekktir einstaklingar " eins of forseti ASI og toppurinn hjá Samtökum atvinnulífsins búnir að tjá sig um ákvörðun forseta !ég undrast alltaf þegar menn eða konur sem setið hafa lengi við kjötkatlana og hámað í sig á GÓÐUM launum fara að væla um þessa ákvörðun forsetans sem ég tel að hafi ekki átt annars útkosta en að vísa þessu frá og láta þjóðina taka þessa ákvörðun.
Það er fólk hér við stjórnvölin sem hefur verið allt of lengi á spena hins opinbera og það vill vera áfram í því skjól, sjáum lítið dæmi.
Ásmundur Stefánsson. hann vann á mjög góðum launum sem forseti ASI hætti þar og hvert fór hann hmm ? í Landsbankann (bankastjóri)sem innsti koppur í búri eftir langa "þjónustu" við verkafólk þá er hann nú að stunda lánastarfsemi fyrir ríkið til fólksins! svona eru dæmin,og þau eru til mörg ráðamenn fara úr fínum stöðum í önnur vel launuð störf og þurfa engar áhyggjur að haf, það væri gaman að fá tölur yfir embættismannakerfi hér á landi fjölda og launatölur ég er viss um að við verðum hissa.
Mér finnst mjög skrítið að menn sem hafa laun sem eru jafnvel 7-10 föld lámarkslaun geti yfir höfuð verið að stunda samningaviðræður fyrir fólk sem er á lágum launum þeir eru löngu komnir úr tengslum við það að þurfa að hafa áhyggjur af afkomu sinni þeir vita sem er að þegar þeir hætta í þessu starfi þá fara þeir bara í annað betra launað starf að eina sem þarf að gera er að vera þægur og ekki til vandræða.
Það getur vel verið að Æsseif sé leiðinlegt og allir þreyttir á því en til klára þetta mál þá þurfa íslendingar að taka þá ákvörðun.
Fólk í Egyptalandi og víða um miðausturlönd er að rísa upp gegn kúgun og einræði þar sem menn hafa skarað til sín svo stóra bita af kökunni að ekkert er eftir fyrir fólkið og þeir hafa verið langi við völd og losnað úr tengslum við fólkið það er engum holt að vera of lengi við kjötkatlana mönnum getur orðið bumbullt ;-)
Áfram Ísland
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.